Ráðstefnuverkefnið blessaða
Þetta verkefni var líklega það fjölbreyttasta á önninni og tók mest á í hönnun. Við áttum semsagt að búa til umhverfissamtök sem eru að halda ráðstefnu. Ég fór í gegnum margar hugmyndir um hvað ég ætti að búa til.
Á endanum hannaði ég Næstu Kynslóð sem eru, eins og nafnið gefur til kynna, samtök sem finna umhverfislausnir fyrir næstu kynslóð. Ráðstefnan var í sama dúr og var um að finna umhverfislausnir fyrir næstu kynslóð.
Billboard Auglýsing
Myndi vera staðsett á auglýsingaskiltunum L1, L2 og G1 á billboard.is
L = Lindir
G = Grensás
Dagskráin
Ég hannaði líka dagskrá fyrir viðburðinn með helstu fyrirlestrum og útskýringu á ráðstefnunni sjálfri.
Aukahlutir
Við fengum að nýta framtíðarstofu Tækniskólans til að búa til ýmsa aukahluti fyrir þetta verkefni. Ég ákvað að hafa þetta bara einfalt og bjó til einn langerma bol og einn venjulegan sem er núna í eigu Ágústs.