top of page
Bókin sjálf
Umbrotsverkefni
Í þessu verkefni áttum við að brjóta um bók. Hljómar fyrir að vera frekar einfalt er það ekki? Bara skella texta inn í skjal og kalla það gott? Heldur betur ekki!
Ég lærði svo sannarlega hversu mikil vinna fer í það að láta bækur líta vel út. Það er tuga klukkutíma vinna. Það er fullt af hlutum sem maður þarf að hafa á hreinu í hverri og einni opnu. Ég vildi óska þess að það væri svo einfalt að skella bara texta inn og að það væri nóg. Samt sem áður þá lærir maður fullt af þessu og getur nýtt sér það allt í mörg önnur verk.
Kápan
Við áttum einnig að hanna kápu fyrir bókina sjálfa sem var í raun skemmtilegasti hluti af verkefninu. Ég hélt mér einfaldlega við þema bókarinnar eða við þann hluta af bókinni sem við áttum að vinna.
bottom of page